Stuðningsnet

Stuðningsnet sjúklingafélaganna býður upp á jafningjastuðning fyrir fólk sem glímir við erfiða sjúkdóma og aðstandendur þeirra

Lesa áfram

Jafningjastuðningur

Markmið Stuðningsnetsins er að styðja við fólk með hlustun og skilningi sem einungis getur komið frá þeim sem staðið hefur í sömu sporum

Lesa áfram

Stuðningsfulltrúar

Starf stuðningsfulltrúans felst fyrst og fremst í tilfinningalegum stuðningi í gegnum virka hlustun, upplýsingaveitu, hluttekningu og nærveru

Lesa áfram
Táknmynd með fólki sem stendur fyrir þá einstaklinga sem mynda samstarfsnet sjúklingaféllaganna. Myndin er líka tengill á síðu þar sem hægt er að kynna sér stuðningsnetið betur

Stuðningsnet sjúklingafélaganna býður upp á jafningjastuðning fyrir fólk sem glímir við erfiða sjúkdóma og aðstandendur þeirra.

Takki til smella á svo hægt sé að lesa meira um stuðningsnet sjúklingafélaganna
Táknmynd fyrir sjúkling eða aðstandanda við tölvu þar sem hann sækir um að fá jafningjastuðning

Vantar þig stuðning? Ertu með sjúkdóm eða ertu aðstandandi sjúklings? Þú getur sótt um að fá jafningjastuðning.

Takki til að smella á svo hægt sé að lesa meira um hvernig á að biðja um jafningjastuðning
Táknmynd fyrir stuðningsfulltrúa sem styður sjúkling eða aðstandenda. Myndin er einnig tengill á síðuna stuðningsfulltrúar, svo hægt sé að lesa meira um hvað það þýðir að vera stuðningsfulltrúi og sækja um fyrir áhugasama.

Ef þú hefur greinst með sjúkdóm (sjá sjúklingafélög) eða ert/varst aðstandandi sjúklings getur þú orðið stuðningsfulltrúi.

Takki sem hægt er að smella á til að lesa meira um hvernig sé hægt að gerast stuðningsfulltrúi

Aðalfundur Stuðningsnetsins 14. maí

Aðalfundur Stuðningsnets sjúklingafélaganna var haldinn 14. maí. Dagskrá aðalfundar:

 • Kosning fundarstjóra og fundarritara
 • Skýrsla stjórnar
 • Reikningar lagðir fram til samþykktar
 • Lagabreytingar
 • Ákvörðun félagsgjalds
 • Kosning stjórnar
 • Önnur mál

Inntaka nýrra félaga í Stuðningsnetið var staðfest en frá stofnun hafa bæst við tvö félög, Blindrafélagið í febrúar 2018 og Geðhjálp í maí 2019.  Í aðalstjórn voru kosnar; Anna Gunnhildur Ólafsdóttir, Fríða Bragadóttir og Stefanía G. Kristinsdóttir. Í varastjórn voru kosnar: Brynhildur Arthúrsdóttir, Valgerður Hermannsdóttir og Vilborg Jónsdóttir.

Stuðningsnetið

Hildur Baldvinsdóttir nýr umsjónaraðili Stuðningsnetsins

Stuðningsnetið auglýsti eftir umsóknum í starf umsjónaraðila. Alls bárust 10 umsóknir og Hildur Baldvinsdóttir var ráðin í starfið. Hildur er með BSc í sálfræði og MSc í mannauðsstjórnun og vinnusálfræði. Hún býr að reynslu af félags- og sjálfboðaliðastarfi auk starfsreynslu tengda mannauðsmálum og velferðarþjónustu.

Um leið og við óskum Helgu Kolbeinsdóttur fyrrum umsjónaraðila velfarnaðar á nýjum vettvangi þá bjóðum við Hildi velkomna til starfa.  Hildur hefur störf 15. apríl og verður með starfsaðstöðu í SÍBS húsinu Síðumúla 6.

Stuðningsnetið

Umsjónaraðili Stuðningsnetsins

Stuðningsnet sjúklingafélaganna óskar eftir umsóknum í starf umsjónaraðila Stuðningsnetsins um er að ræða 30% starf sem mögulega gæti þróast frekar. 

Helstu verkefni og ábyrgð: 

 • Rekstur og starfsemi Stuðningsnetsins
 • Umsjón með stuðningsbeiðnum
 • Umsjón með og handleiðsla stuðningsfulltrúa
 • Samstarf við aðildarfélög Stuðningsnetsins um kynningarmál
 • Annað sem fellur til hverju sinni

Hæfnikröfur

 • Jákvæðni og sveigjanleiki
 • Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum
 • Fagmenntun á sviði ráðgjafar, t.d. á heilbrigðissviði
 • Reynsla af jafningjastuðningi kostur

Frekari upplýsingar um starfið: Umsóknum skal fylgja upplýsingar um nám og starfsferil (CV) ásamt kynningabréfi. Umsóknfrestur er til 1. mars en umsóknir berist með tölvupósti í netfangið stjorn@studningsnet.is. Æskilegt er að umsækjendur geti hafið störf sem fyrst.

Nánari upplýsingar veita Stefanía G. Kristinsdóttir, formaður stjórnar (891-6677/stefania@sibs.is)

Stuðningsnetið

Stuðningsfulltrúanámskeið 11. og 18. febrúar

Næsta námskeið fyrir stuðningsfulltrúa Stuðningsnetsins verður haldið 11. og 18. febrúar næstkomandi.  Aðildarfélög Stuðningsnetsins greiða námskeiðsgjöld þátttakenda sem heyra undir þeirra félag.

Mikilvægt er að sækja um að gerast stuðningsfulltrúi á heimasíðu Stuðningsnetsins áður en námskeið hefst.  Umsjónaraðili Stuðningsnetsins mun hafa samband og taka viðtöl við þá sem sótt hafa um að gerast stuðningsfulltrúar í aðdraganda námskeiðsins. Auk þess mun viðkomandi sjúklingafélag boða stuðningsaðila á sinn fund til að fara yfir þjónustu og starfsemi félagsins.  Fyrir þá sem þegar hafa sótt um að gerast stuðningsfulltrúar og verið í sambandi við sitt félag þá má skrá sig með tölvupósti á umsjon@studningsnet.is.

Stuðningsnetið

Næsta námskeiði fyrir stuðningsfulltrúa frestað

Næsta námskeið fyrir stuðningsfulltrúa Stuðningsnetsins sem halda átti 3. og 5. desember er frestað vegna veikinda Helgu Kolbeinsdóttur umsjónarkonu Stuðningsnetsins, við sendum henni baráttu og batakveðjur.

Skráðum þátttakendum verður tilkynnt um nýja tímasetningu um leið og hún liggur fyrir.

Mikilvægt er að sækja um að gerast stuðningsfulltrúi á heimasíðu Stuðningsnetsins áður en námskeið hefst.  Umsjónaraðili Stuðningsnetsins mun hafa samband og taka viðtöl við þá sem sótt hafa um að gerast stuðningsfulltrúar í aðdraganda námskeiðsins. Auk þess mun viðkomandi sjúklingafélag boða stuðningsaðila á sinn fund til að fara yfir þjónustu og starfsemi félagsins.  Fyrir þá sem þegar hafa sótt um að gerast stuðningsfulltrúar og verið í sambandi við sitt félag þá má skrá sig á næsta námskei með tölvupósti á stefania@sibs.is.

Stuðningsnetið

Stuðningsnetið góð viðbót í heilbrigðisþjónustu

Góð stemming var á stofnfund Stuðningsnets sjúklingafélaganna  Farið var yfir aðdraganda verkefnisins og fundarstjóri Guðmundur Löve, framkvæmdastjóri SÍBS, lýsti yfir ánægju með tilkomu Stuðningsnetsins og þá samstöðu sem ríkir um það.

Birgir Jakobsson Landlæknir flutti ávarp og undirstrikaði mikilvægi þess að sjúklingar væru virkir þátttakendur í eigin heilbrigðisþjónustu. Í starfi sínu væri heilbrigðisstarfsfólk, eðli málsins samkvæmt, oft uppteknara af vanheilslu en heilsu skjólstæðinga og það að fá stuðning jafningja væri ómetanlegt. Landlæknir bauðst til að kynna þjónustu Stuðningsnetsins fyrir heilbrigðisstofnunum og hvetja lækna og annað fagfólk til þess að benda sínum skjólstæðingum á að nýta sér þjónustu þess.  Birgir tók með sér nafnspjöld Stuðningsnetsins sem verður dreift til helstu heilbrigiðsstofnana, sjá mynd.

Fundurinn samþykkti samhljóða drög að samþykktum og eftirfarandi voru kjörnir í stjórn: Fríða Bragadóttir, framkvæmdastjóri Samtaka sykursjúkra og Lauf-félags flogaveikra, Sirrý Sif Sigurlaugardóttir, félagsráðgjafi hjá Alzheimersamtökunum og Stefanía G. Kristinsdóttir, fræðslu- og kynningafulltrúi hjá SÍBS.  Þrír varamenn voru kjörnir, þau: Brynjólfur Bjarnason, stjórnarmaður í Alzheimersamtökunum, Valgerður Hermannsdóttir, hjúkrunarfræðingur og varaformaður Hjartaheilla og Vilborg Jónsdóttir, stjórnarmaður í Parkinsonsamtökunum.

Í lok fundar afhentu þær Helga Kolbeinsdóttir og Sunna Brá Stefánsdóttir Krafti og Gyðu Eyjólfsdóttur sálfræðingi þakklætisvott fyrir þeirra framlag til Stuðningsnetsins. Gyðja Eyjólfsdóttir er höfundur “Handbókar fyrir stuðningsfulltrúa” og lagði drög að því faglega ferli sem liggur að baki stuðningsnets Krafts og var aðlagað að sjúklingahópum tengdum aðildarfélögum Stuðningsnetsins.  Ástrós Sigurðardóttir formaður Krafts og Gyða óskuðu stofnaðilum til hamingju og sögðu að það væri sönn ánægja og heiður að sjá hvernig barnið þeirra hefur náð að vaxa og ná til enn fleiri hópa í samfélaginu.

Stuðningsnetið

Stofnfundur Stuðningsnetsins 18. janúar

Stofnfundur félagsins “Stuðningsnets sjúklingafélaganna” verður haldinn fimmtudaginn 18. janúar kl. 18 í Hásal Setursins að Hátúni 10b (gengið inn hjá verslun).

Dagskrá stofnfundar er eftirfarandi: 

 1. Kjör fundarstjóra og fundarritara
 2. Ávarp Landlæknis,  Birgis Jakobssonar
 3. Samþykktir bornar undir atkvæði 
 4. Kjör þriggja aðalmanna í stjórn og þriggja varamanna 
 5. Kjör skoðunarmanna reikninga 
 6. Þakklætisvottur til Krafts, stuðningsfélags ungs fólks sem greinst hefur með krabbamein og aðstandenda

Um 30 stuðningsfulltrúar hafa nú lokið þjálfun en Í kjölfar stofnfundar verður jafningjafræðsla Stuðningsnetsins kynnt almenningi.

Allir velkomnir

 

Stuðningsnetið

Næsta námskeið fyrir stuðningsfulltrúa 9. og 10. janúar

Táknmynd með þremur aðilum sem sitja saman við borð og tala samanNámskeiðið fyrir verðandi stuðningsfulltrúa verður haldið í SÍBS húsinu að Síðumúla 6, 2. hæð, Reykjavík.

Námskeiðin eru án kostnaðar fyrir stuðningsfulltrúa en sjúklingafélag viðkomandi fulltrúa greiðir kostnaðinn. Umsjónaraðili Samstarfsnets sjúkrafélaganna, Helga Kolbeinsdóttir, skráir verðandi stuðningsfulltrúa á námskeiðin. Hún verður í sambandi við skráða þátttakendur í aðdraganda námskeiðanna.

Sjúklingafélögin munu einnig bjóða þátttakendum sem eru tendir þeirra félögum á upplýsingafund þar sem farið verður yfir þjónustu og starfsemi þeirra.

Stuðningsfulltrúar

Námskeið fyrir stuðningsfulltrúa verða haustið 2017

namskeidNámskeið fyrir verðandi stuðningsfulltrúa verða haldin haustið 2017 í SÍBS húsinu að Síðumúla 6, 2. hæð, Reykjavík.

Í boði verða tvö námskeið:
Þriðjudagana 15. og 22. ágúst, kl. 17 til 21.
Mánudagana 11. og 18. september, kl. 17 til 21

Námskeiðin eru án kostnaðar fyrir stuðningsfulltrúa en sjúklingafélag viðkomandi fulltrúa greiðir kostnaðinn. Umsjónaraðili Samstarfsnets sjúkrafélaganna, Helga Kolbeinsdóttir, skráir verðandi stuðningsfulltrúa á námskeiðin. Hún verður í sambandi við skráða þátttakendur í aðdraganda námskeiðanna.

Sjúklingafélögin munu einnig bjóða þátttakendum sem eru tendir þeirra félögum á upplýsingafund þar sem farið verður yfir þjónustu og starfsemi þeirra. Upplýsingar um hvernig þú gerist stuðningsaðili er að finna hér.

3,432 Comments Stuðningsfulltrúar