Aðalfundur Stuðningsnets sjúklingafélaganna var haldinn 14. maí. Dagskrá aðalfundar:

  • Kosning fundarstjóra og fundarritara
  • Skýrsla stjórnar
  • Reikningar lagðir fram til samþykktar
  • Lagabreytingar
  • Ákvörðun félagsgjalds
  • Kosning stjórnar
  • Önnur mál

Inntaka nýrra félaga í Stuðningsnetið var staðfest en frá stofnun hafa bæst við tvö félög, Blindrafélagið í febrúar 2018 og Geðhjálp í maí 2019.  Í aðalstjórn voru kosnar; Anna Gunnhildur Ólafsdóttir, Fríða Bragadóttir og Stefanía G. Kristinsdóttir. Í varastjórn voru kosnar: Brynhildur Arthúrsdóttir, Valgerður Hermannsdóttir og Vilborg Jónsdóttir.