namskeidNámskeið fyrir verðandi stuðningsfulltrúa verða haldin haustið 2017 í SÍBS húsinu að Síðumúla 6, 2. hæð, Reykjavík.

Í boði verða tvö námskeið:
Þriðjudagana 15. og 22. ágúst, kl. 17 til 21.
Mánudagana 11. og 18. september, kl. 17 til 21

Námskeiðin eru án kostnaðar fyrir stuðningsfulltrúa en sjúklingafélag viðkomandi fulltrúa greiðir kostnaðinn. Umsjónaraðili Samstarfsnets sjúkrafélaganna, Helga Kolbeinsdóttir, skráir verðandi stuðningsfulltrúa á námskeiðin. Hún verður í sambandi við skráða þátttakendur í aðdraganda námskeiðanna.

Sjúklingafélögin munu einnig bjóða þátttakendum sem eru tendir þeirra félögum á upplýsingafund þar sem farið verður yfir þjónustu og starfsemi þeirra. Upplýsingar um hvernig þú gerist stuðningsaðili er að finna hér.