Stuðningsnetið auglýsti eftir umsóknum í starf umsjónaraðila. Alls bárust 10 umsóknir og Hildur Baldvinsdóttir var ráðin í starfið. Hildur er með BSc í sálfræði og MSc í mannauðsstjórnun og vinnusálfræði. Hún býr að reynslu af félags- og sjálfboðaliðastarfi auk starfsreynslu tengda mannauðsmálum og velferðarþjónustu.

Um leið og við óskum Helgu Kolbeinsdóttur fyrrum umsjónaraðila velfarnaðar á nýjum vettvangi þá bjóðum við Hildi velkomna til starfa.  Hildur hefur störf 15. apríl og verður með starfsaðstöðu í SÍBS húsinu Síðumúla 6.