Jafningjastuðningur

Heilbrigðisstarfsfólk getur gefið nýgreindum einstaklingi og aðstandendum ýmsar upplýsingar um sjúkdóma og meðferðir. En stundum er gott að geta talað við einhvern sem hefur gengið í gegnum það sama og maður stendur frammi fyrir. Jafningjavinna er skipulögð samvinna fólks sem upplifir að vera á sama báti, eða nokkurn vegin í sömu aðstæðum, þar sem sjálf samvinnan hefur að markmiði að vera hjálp, stuðningur og leiðsögn.

Vantar þig stuðning? Ertu með sjúkdóm eða aðstandandi sjúklings? Með því að fylla út umsóknina hér fyrir neðan getur þú sótt um að fá stuðningsfulltrúa frá sjúklingafélaginu þínu.

Umsjónaraðili Stuðningsnetsins svarar öllum beiðnum og mun hafa samband við þig. Þjónusta Stuðningsnetsins tekur til allra sjúklingahópa og aðstandenda sem samstarfsaðilar ná til. Sjúklingafélögin í Stuðningsnetinu eru öll aðilar að Öryrkjabandalagi Íslands (ÖBÍ) og félagsmenn þeirra hafa jafnframt aðgang að ráðgjafaþjónustu ÖBÍ.

Stuðningurinn getur farið fram í síma, í tölvupósti eða þið getið mælt ykkur mót. Þú getur óskað eftir því að fá að ræða við einhvern sem er á svipuðum aldri og þú, af sama kyni, og/eða er með svipaðan sjúkdóm og þú. Við reynum að verða við óskum þínum og finna rétta stuðningsfulltrúann fyrir þig.

Öll samtöl eru trúnaðarmál.