Næsta námskeið fyrir stuðningsfulltrúa Stuðningsnetsins sem halda átti 3. og 5. desember er frestað vegna veikinda Helgu Kolbeinsdóttur umsjónarkonu Stuðningsnetsins, við sendum henni baráttu og batakveðjur.

Skráðum þátttakendum verður tilkynnt um nýja tímasetningu um leið og hún liggur fyrir.

Mikilvægt er að sækja um að gerast stuðningsfulltrúi á heimasíðu Stuðningsnetsins áður en námskeið hefst.  Umsjónaraðili Stuðningsnetsins mun hafa samband og taka viðtöl við þá sem sótt hafa um að gerast stuðningsfulltrúar í aðdraganda námskeiðsins. Auk þess mun viðkomandi sjúklingafélag boða stuðningsaðila á sinn fund til að fara yfir þjónustu og starfsemi félagsins.  Fyrir þá sem þegar hafa sótt um að gerast stuðningsfulltrúar og verið í sambandi við sitt félag þá má skrá sig á næsta námskei með tölvupósti á stefania@sibs.is.