Stuðningsnet

Stuðningsnet sjúklingafélaganna býður upp á jafningjastuðning fyrir fólk sem glímir við erfiða sjúkdóma og aðstandendur þeirra

Lesa áfram

Jafningjastuðningur

Markmið Stuðningsnetsins er að styðja við fólk með hlustun og skilningi sem einungis getur komið frá þeim sem staðið hefur í sömu sporum

Lesa áfram

Stuðningsfulltrúar

Starf stuðningsfulltrúans felst fyrst og fremst í tilfinningalegum stuðningi í gegnum virka hlustun, upplýsingaveitu, hluttekningu og nærveru

Lesa áfram
Táknmynd með fólki sem stendur fyrir þá einstaklinga sem mynda samstarfsnet sjúklingaféllaganna. Myndin er líka tengill á síðu þar sem hægt er að kynna sér stuðningsnetið betur

Stuðningsnet sjúklingafélaganna býður upp á jafningjastuðning fyrir fólk sem glímir við erfiða sjúkdóma og aðstandendur þeirra.

Takki til smella á svo hægt sé að lesa meira um stuðningsnet sjúklingafélaganna
Táknmynd fyrir sjúkling eða aðstandanda við tölvu þar sem hann sækir um að fá jafningjastuðning

Vantar þig stuðning? Ertu með sjúkdóm eða ertu aðstandandi sjúklings? Þú getur sótt um að fá jafningjastuðning.

Takki til að smella á svo hægt sé að lesa meira um hvernig á að biðja um jafningjastuðning
Táknmynd fyrir stuðningsfulltrúa sem styður sjúkling eða aðstandenda. Myndin er einnig tengill á síðuna stuðningsfulltrúar, svo hægt sé að lesa meira um hvað það þýðir að vera stuðningsfulltrúi og sækja um fyrir áhugasama.

Ef þú hefur greinst með sjúkdóm (sjá sjúklingafélög) eða ert/varst aðstandandi sjúklings getur þú orðið stuðningsfulltrúi.

Takki sem hægt er að smella á til að lesa meira um hvernig sé hægt að gerast stuðningsfulltrúi

Stuðningsnet sjúklingafélaganna fær vefsíðu

Búið er að gera fyrstu útgáfu af vefsíðu Stuðningsnets sjúklingafélaganna og við fögnum öllum ábendingum um hvernig megi gera vefsíðuna betri þannig að hún nýtist sjúklingafélögunum, stuðningsfulltrúum, sjúklingum og aðstandendum þeirra sem best. Stefanía Kristinsdóttir, verkefnastjóri Samstarfsnetsins við ábendingum í netpósti á stefania@sibs.is,

Stefnt er að því að vefsíðan verði tilbúin þegar fyrsta námskeiðið fyrir verðandi stuðningsfulltrúa hefst 15. ágúst 2017. Í kjölfarið verður jafningjastuðningur í boði frá þeim sjúklingafélögum sem taka þátt.

8,130 Comments Viðburðir

Stuðningsnet sjúklingafélaganna byggt á reynslu Krafts

Skjáskot af heimasíðu KraftsFjölbreytt sjúklingafélög tóku sig saman í ársbyrjun 2017 um að mynda stuðningsnet um jafningjastuðning fyrir sjúklinga og aðstandendur þeirra. Hugmyndin að samstarfi sjúklingafélaganna kviknaði á námskeiði fyrir stuðningsfulltrúa hjá Krafti, stuðningsfélagi ungs fólks með krabbamein og aðstandendur þeirra.

Félögin ákváðu í kjölfarið að vinna saman að því verkefni. Kraftur og höfundur handbókar, Gyða Eyjólfsdóttir sálfræðingur veittu hópnum leyfi til að vinna með efnið og byggja á vinnuferlum Stuðningsnets Krafts auk þess sem Þorri Snæbjörnsson sálfræðingur vann með stýrihópi í innleiðingunni.

Samtals standa 16 félög með um 15.000 félagsmenn á bak við stuðningsnetið. Haldinn var vinnufundur 20. febrúar 2017 þar sem unnin var þarfagreining auk þess sem stýrihópur var skipaður til að hrinda verkefninu í framkvæmd, aðlaga verkferla og handbók Krafts að öðrum sjúklingahópum og skipuleggja fyrstu námskeið fyrir stuðningsfulltrúa. Í stýrihópnum sitja, Helga Kolbeinsdóttir frá MS-félaginu, Guðrún Bergman frá Hjartaheill, Stefanía Kristinsdóttur frá SÍBS og Ingibjörg Hjartardóttir frá Parkinsonsamtökum Íslands.

Opið er fyrir ný sjúklingafélög og sjúklingahópa að koma að stuðningsnetinu.

Stuðningsnetið