Stofnfundur félagsins “Stuðningsnets sjúklingafélaganna” verður haldinn fimmtudaginn 18. janúar kl. 18 í Hásal Setursins að Hátúni 10b (gengið inn hjá verslun).

Dagskrá stofnfundar er eftirfarandi: 

  1. Kjör fundarstjóra og fundarritara
  2. Ávarp Landlæknis,  Birgis Jakobssonar
  3. Samþykktir bornar undir atkvæði 
  4. Kjör þriggja aðalmanna í stjórn og þriggja varamanna 
  5. Kjör skoðunarmanna reikninga 
  6. Þakklætisvottur til Krafts, stuðningsfélags ungs fólks sem greinst hefur með krabbamein og aðstandenda

Um 30 stuðningsfulltrúar hafa nú lokið þjálfun en Í kjölfar stofnfundar verður jafningjafræðsla Stuðningsnetsins kynnt almenningi.

Allir velkomnir