Næsta námskeið fyrir stuðningsfulltrúa Stuðningsnetsins verður haldið 11. og 18. febrúar næstkomandi.  Aðildarfélög Stuðningsnetsins greiða námskeiðsgjöld þátttakenda sem heyra undir þeirra félag.

Mikilvægt er að sækja um að gerast stuðningsfulltrúi á heimasíðu Stuðningsnetsins áður en námskeið hefst.  Umsjónaraðili Stuðningsnetsins mun hafa samband og taka viðtöl við þá sem sótt hafa um að gerast stuðningsfulltrúar í aðdraganda námskeiðsins. Auk þess mun viðkomandi sjúklingafélag boða stuðningsaðila á sinn fund til að fara yfir þjónustu og starfsemi félagsins.  Fyrir þá sem þegar hafa sótt um að gerast stuðningsfulltrúar og verið í sambandi við sitt félag þá má skrá sig með tölvupósti á umsjon@studningsnet.is.