Námskeið fyrir stuðningsfulltrúa

Táknmynd með þremur aðilum sem sitja saman við borð og tala saman

Námskeið fyrir verðandi stuðningsfulltrúa verða haldin reglulega í SÍBS húsinu að Síðumúla 6, 2. hæð, Reykjavík.

Námskeiðin eru aðeins fyrir þá sem hafa sótt um að gerast stuðningsfulltrúar og hafa verið samþykktir.

Námskeiðin er án kostnaðar fyrir stuðningsfulltrúa en sjúklingafélag viðkomandi fulltrúa greiðir kostnaðinn. Innifalinn er kvöldverður.

Haustið 2017 verða eftirfarandi námskeið:

Námskeið 1
Þriðjudagana 15. og 22. ágúst 2017, kl. 17 til 21.
Ég vil skrá mig.
Vinsamlegast skráðu nafn sjúklingafélags í athugasemdir.

Námskeið 2
Mánudagana 11. og 18. september 2017, kl. 17 til 21.
Ég vil skrá mig.
Vinsamlegast skráðu nafn sjúklingafélags í athugasemdir.

Umsjónaraðili, Stuðningsnets sjúklingafélaganna, mun hafa samband við skráða þátttakendur í aðdraganda námskeiðsins. Þá munu sjúklingafélögin bjóða þátttakendum á upplýsingafund þar sem farið verður yfir þjónustu og starfsemi félaganna. Þátttakendur tengjast sjúklingafélögum í gegnum þann sjúkdóm sem þeir hafa reynslu af og eru sjálfboðaliðar á vegum þeirra og Stuðningsnetsins.

Sjúklingafélögin eru Alzheimer samtökin,  Félag nýrnasjúkraGigtarfélag ÍslandsLauf – Félag flogaveikraMS-félag ÍslandsParkinsonsamtökin á ÍslandiSamtök sykursjúkra og Tourette-samtökin á Íslandi.

Ásamt aðildarfélögum SÍBS (Astma- og ofnæmisfélag ÍslandsBerklavörnHjartaheillNeistinn. Styrktarfélag hjartveikra barnaSamtök lungnasjúklinga og Vífill – Félag fólks með kæfisvefn og svefnháðar öndunartruflanir).