Um Stuðningsnetið

Stuðningsnet sjúklingafélaganna býður upp á jafningjastuðning fyrir fólk sem glímir við erfiða sjúkdóma og aðstandendur þeirra.  Þeir sem veita stuðninginn eru einstaklingar sem greinst hafa með svipaða sjúkdóma eða eru aðstandendur. Allir stuðningsfulltrúar hafa lokið stuðningsfulltrúanámskeiði hjá umsjónaraðila og/eða fagaðilum Stuðningsnetsins.  Stuðningsnet sjúklingafélaganna var stofnað 18. janúar 2018, sjá samþykktir með undirritun fulltrúa aðildarfélaga.

Það getur verið hjálplegt að ræða við einhvern sem hefur gengið í gegnum svipaða reynslu og þú ert að ganga í gegnum, einhvern sem hefur þann skilning sem einungis fæst með því að upplifa hlutina sjálfur. Stuðningsnetið byggir á fyrirmynd frá Krafti stuðningsfélagi fyrir ungt fólk sem greinst hefur með krabbamein og aðstandendur þeirra. Sjúklingafélögin hafa aðlagað námsefni og stuðningsferli að ólíkum sjúkdómum/sjúklingahópum. 

Í boði er stuðningur fyrir sjúklinga sem eru með sjúkdóm sem tilheyra einhverjum af þeim sjúklingafélögum sem mynda Stuðningsnetið. Aðstandendur þessara sjúklinga geta einnig fengið stuðning. Allir sem greinst hafa með sjúkdóma sem tilheyra þessum sjúklingafélögum og aðstandendur þeirra geta einnig orðið stuðningsfulltrúar. Á þessari vefsíðu er hægt að sækja um að gerast stuðningsfulltrúa eða óska eftir að fá jafningjastuðning.

Ef þig vantar nánari upplýsingar getur þú haft samband við þitt sjúklingafélag eða notað skilaboðaformið hér neðst á síðunni.

Sjúklingafélögin sem mynda Stuðningsnetið

Alzheimer samtökin logo ALZHEIMERSAMTÖKIN
Hátúni 10, 105 Reykjavík
Sími: 533 1088
Netfang: alzheimer@alzheimer.is
Vefsíða: http://www.alzheimer.is/
Astma- og ofnæmisfélag Íslands - logo ASTMA- OG OFNÆMISFÉLAG ÍSLANDS
Síðumúla 6, 108 Reykjavík
Sími: 560 4814
Netfang: ao@ao.is
Vefsíða: http://www.ao.is/
SÍBS logoið en Berklavörn er aðildarfélag að SÍBS og á ekki sitt eigið logo SÍBS
Síðumúla 6, 10 Reykjavík
Sími:560 4800
Netfang: sibs@sibs.is
Vefsíða: http://sibs.is/um-sibs1
Félag nýrnasjúkra - logo FÉLAG NÝRNASJÚKRA
Hátún 10, 105 Reykjavík
Símar: 561 9244  / 896 6129
Netfang: nyra@nyra.is
Vefsíða: http://www.nyra.is/
Gigtarfélag Íslands logo GIGTARFÉLAG ÍSLANDS
Ármúla 5, 108 Reykjavík
Sími: 530 3600
Netfang: gigt@gigt.is
Vefsíða: http://www.gigt.is/
Hjartaheill logo HJARTAHEILL
Síðumúla 6, 108 Reykjavík
Sími: 552 5744
Netfang: hjartaheill@hjartaheill.is
Vefsíða: http://hjartaheill.is/
Lauf - Félag flogaveikra (logo) LAUF – FÉLAG FLOGAVEIKRA
Hátúni 10, 105 Reykjavík
Sími: 551 4570
Netfang: lauf@vortex.is
Vefsíða: https://www.lauf.is/
MS-félag Íslands logo MS-FÉLAG ÍSLANDS
Sléttuvegi 5, 103 Reykjavík
Sími: 568 8620
Netfang: msfelag@msfelag.is
Vefsíða: https://www.msfelag.is
Neistinn. Styrktarfélag hjartveikra barna - logo NEISTINN. STYRKTARFÉLAG HJARTVEIKRA BARNA
Síðumúla 6, 108 Reykjavík
Sími: 899 1823
Netfang: neistinn@neistinn.is
Vefsíða: http://neistinn.is/
Parkinsonsamtökin á Íslandi logo PARKINSONSAMTÖKIN
Hátúni 10, 105 Reykjavík
Sími: 552 4440
Netfang: parkinsonsamtokin@gmail.com
Vefsíða: https://parkinson.is/
Samtök lungnasjúklinga logo SAMTÖK LUNGNASJÚKLINGA
Síðumúla 6, 2. hæð, 108 Reykjavík
Sími: 560 4812
Netfang: lungu@lungu.is
Vefsíða: https://www.lungu.is/
Samtök sykursjúkra logo SAMTÖK SYKURSJÚKRA
Hátúni 10, 105 Reykjavík
Sími: 562 5605
Netfang: diabetes@diabetes.is
Vefsíða: http://diabetes.is/

HUGARFAR – Félag fólks með ákominn heilaskaða,
aðstandenda og áhugafólks um málefnið
Sigtúni 42, 105 Reykjavík
Netfang:  hugarfar@hugarfar.is
Vefsíða: www.hugarfar.is 
Tourette samtökin á Íslandi - logo TOURETTE-SAMTÖKIN Á ÍSLANDI
Hátúni 10, 105 Reykjavík
Sími: 840 2210
Netfang: tourette@tourette.is
Vefsíða: http://www.tourette.is/

BLINDRAFÉLAGIÐ, SAMTÖK BLINDRA OG SJÓNSKERTRA
Hamrahlíð 17, 105 Reykjavík
Sími: 525 0000
Netfang: blind@blind.is
Vefsíða: www.blind.is

GEÐHJÁLP 
Borgartún 30, 105 Reykjavík
Sími: 570 1700
Netfang: gedhjalp@gedhjalp.is
Vefsíða: www.gedhjalp.is